SÓNARSKOÐUN Á MEÐGÖNGU
Meðganga er oft spennandi tími í lífi verðandi foreldra. Það ríkir eftirvænting eftir litlu kríli og nýju hlutverki. Í sónarskoðun gefst möguleiki á að að kíkja á litla krílið sem getur verið einstök upplifun. Þar gefst tækifæri til að sjá það hreyfa sig og ef til vill vinka, teygja úr sér eða opna augun.
Hægt er að velja á milli kynjasónar/tvívíddarsónar frá viku 16 og þrívíddarsónar frá viku 26 til 32 á meðgöngu. Skoðunin fer fram í hlýlegu og notalegu umhverfi og eftir hana eru myndir og myndbönd send rafrænt.
* Tekið skal skýrt fram að ekki er um fósturgreiningu að ræða. Slíkar skoðanir fara fram á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi og eru framkvæmdar af sérhæfðu starfsfólki fósturgreiningardeildar.
Um mig
Margrét Elísabet Knútsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir er eigandi Lífsins tré.
Ég hef starfað lengst af á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja (HSS) sem ljósmóðir. Þá starfaði ég í nokkur ár í Bretlandi og á fæðingarvakt LSH. Í dag starfa ég á heilsugæslunni Höfða á Suðurnesjum, sinni heimaþjónustu eftir fæðingar og tek af og til vaktir á HSS og á Landspítalanum.
Algengar spurningar
Hvenær má fara í tvívíddarsónar/kynjasónar?
Til þess að greina kyn barnsins er æskilegt að vera komin 16 vikur.
Hvenær má fara í þrívíddarsónar?
Æskilegt er að vera komin 26 til 32 vikur á meðgöngu til að fá sem skýrasta mynd af barninu. Gæði mynda fer eftir því hvernig barnið liggur. Þá hefur legvatnsmagn og ómskyggni einnig áhrif á myndirnir.
Hvað er gott að gera fyrir sónar?
Mælt er með því að fá sér að borða fyrir skoðunina t.d. ávexti eða kaldan safa.
Lífsins Tré