top of page
Algengar spurningar
Hvenær má fara í tvívíddar/kynjasónar?
Til þess að greina kyn barnsins er æskilegt að vera komin 16 vikur.
Hversu langan tíma tekur skoðunin?
Yfirleitt tekur tvívíddar/kynjasónar um 30-45 mínútur. Skoðun í þrívíddarsónar tekur að jafnaði aðeins lengri tíma eða um 45-60 mínútur. Tíminn fer þó algjörlega eftir því hvort
litla krílið vilji láta kíkja á sig.
Ef ekki næst myndir af barninu, hvað gerist þá?
Í þeim tilfellum þar sem litla krílið vill alls ekki sýna sig er nýr tími bókaður.
Hvenær má fara í þrívíddarsónar?
Æskilegt er að vera komin 26 til 32 vikur á meðgöngu til að fá sem skýrasta mynd af barninu. Gæði mynda fer eftir því hvernig barnið liggur. Þá hefur legvatnsmagn og ómskyggni einnig áhrif á myndirnir.
Hversu margir mega koma með í sónartímann?
Það er val hvers og eins hversu margir koma með í skoðunina. Oftast koma þó tveir til fjórir saman. Ung börn hafa alla jafna ekki mikla þolinmæði í svona skoðun en það er þó vissulega mjög einstaklingsbundið.
Hvernig eru greiðsluhættir?
Bókun og greiðsla fer fram með Noona appinu. Hægt er að hafa samband ef
óskað er eftir öðrum greiðsluleiðum.
Hvað er gott að gera fyrir sónar?
Mælt er með því að fá sér að borða fyrir skoðunina t.d. ávexti eða kaldan safa.
Hvernig fer skoðun fram?
Skoðunin fer fram í notalegu umhverfi þar sem lagt er upp úr því að upplifun sé sem best. Sónarmyndum er varpað á stóran skjá.
Hver er munurinn á tvívíddar- og þrívíddarsónar (4D/ 5D)
Í hverri skoðun er byrjað að skoða í tvívídd til að greina stöðu
barnsins eins og í hefðbundri sónarskoðun. Þrívíddarskoðun er með nákvæmari myndavél þar sem eiginleg ljósmyndun fer fram. Til að greina hreyfingu og taka upp myndband er farið í 4D og/eða 5D.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband og við munum svara eins fljótt og auðið er.
Lífsins Tré
bottom of page