Um mig
Margrét Elísabet Knútsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir er eigandi Lífsins tré.
Ég hef starfað lengst af á Heilbrigðisstofunun Suðurnesja (HSS) sem ljósmóðir. Þá starfaði ég í nokkur ár í Bretlandi og á fæðingarvakt LSH. Í dag starfa ég á heilsugæslunni Höfða á Suðurnesjum, sinni heimaþjónustu eftir fæðingar og tek af og til vaktir á HSS og á Landspítalanum.
Ég hef endalausan áhuga á öllu sem viðkemur meðgöngu og fæðingu. Árið 2009, þegar ég gekk með stelpuna mína, byrjaði ég að kenna meðgöngujóga í
Reykjanesbæ og hef verið með slík námskeið síðan þá.
Árið 2012 þegar fyrirtækið 9 mánuðir kom með fyrsta þrívíddarsónarinn til landsins starfaði ég þar í tæp tvö ár. Mig hefur í mörg ár dreymt um að geta veitt þessa þjónustu á Suðurnesjum og er ákaflega ánægð með að það sé nú orðið að veruleika.
Ég er gift, á þrjú börn, eitt barnabarn og annað á leiðinni. Áhugamálin
eru auðvitað fjölskyldan mín og vinir. Þá finnst mér endalaust gaman af
allri hreyfingu líkt og skíði, hlaup, fjallgöngur og golf.
Lífsins Tré