Þjónusta
Hægt er að velja á milli kynjasónar/tvívíddarsónar frá viku 16 og þrívíddarsónar frá viku 27 til 32 á meðgöngu. Skoðunin fer fram í hlýlegu og notalegu umhverfi og eftir hana eru myndir og myndbönd send rafrænt.
Kynjasónar/tvívíddarsónar
Í kynjasónar/tvívíddarsónar er hægt að sjá hvernig krílið liggur og sjá hreyfingar þess.
Hægt er að sjá og heyra hjartslátt.
Hægt er að greina kyn frá 16. viku meðgöngu.
Myndir og myndbandsbrot úr skoðuninni eru sendar rafrænt. Þá eru ein til tvær myndir prentaðar út.
Þrívíddarsónar (4D/5D)
Í þrívíddarsónar er hægt að sjá útlit og hreyfingu barnsins.
Æskilegt er að vera komin 26 til 32 vikur á meðgöngu í þrívíddarsónar til að fá sem skýrasta mynd af barninu.
Gæði mynda fer eftir því hvernig barnið liggur. Þá hefur legvatnsmagn og ómskyggni einnig áhrif á myndirnir.
Mælt er með því að fá sér að borða fyrir skoðunina t.d. ávexti eða kaldan safa.
Myndir og myndbandsbrot (4D/5D) úr skoðuninni eru sendar rafrænt. Þá eru ein til tvær myndir prentaðar út í lit.
Lífsins Tré